Sunday 27 April 2008

... hvað er satt? Hver er sannur?

Hvað er hið sanna líf? Hvers vegna erum við fædd á þessa jörð? Hvaða fólki kynnumst við og umgöngumst og af hverju? Hvað höfum við hvert öðru að kenna? Hvernig veit maður hvað gerist hjá hinum, í huga þeirra og sál? Hvað gerist í framhaldinu? Hvað gerist á nóttunni? Af hverju dreymir okkur? Af hverju tökum við ekki alltaf réttar ákvarðanir? Ef allar ákvarðanir eru réttar á þeim tíma sem þær eru teknar, af hverju eru þær ekki alltaf til góða? Af hverja leiða þær til einhvers annars en þess er þeim var ætlað í upphafi? Djö... er ég leið á þessum spurningum!

Oh hvur assgodd.... þetta er myndin sem ég fékk upp fyrst allra þegar ég sló inn 'truth' á gúggöl! Skál!

Tuesday 22 April 2008

... og hana nú!

... hér hafið þið nýja færslu og nýtt útlit. Nú verður tekið á því ;o)

Mússí
ykkar Á

Hvenær er fræjunum sáð?

Um daginn fór ég á minningartónleika til heiðurs tónlistar og minningar Bergþóru Árnadóttur í Grafarvogskirkju. Tónleikarnir voru hreint út sagt stórkostlegir og magnað að heyra og upplifa tónlistina hennar í nýrri mynd. Sumum lögunum var ég búin að steingleyma en önnur lifðu sterkt í minningunni því við systurnar fórum ungar á tónleika á Siglufirði og vorum stoltar af að kaupa spóluna hennar (nb. kasssettur) og fá eiginhandaráritun enda þekktum við listamanninn frá æskuslóðunum. Hún Bergþóra passaði mig nefnilega sem barn. Á tónleikunum skaust niður í mig tilfinning og hugsun um að líklegt væri að við höfum sungið saman, Bergþóra, Jón Tryggvi, Þorvaldur og ég og kannski fleiri krakkar þegar við vorum í pössun. Og hvað ég varð þakklát og hugsi; hversu mikilvægt það er að sá fræjum listarinnar, tjáningar og tilfinninga hjá börnum strax við fyrsta tækifæri og hvetja þau til að finna andagift sína í listinni og tjáningunni og þannig gera þeim kleift og líklega auðveldar með að tjá tilfinningar sínar á hvaða hátt sem hentar þegar síðar dregur...