Saturday 31 January 2009

Því hún er svo sæt..... Þökk sé þér Venus!

Dagurinn í dag var svo fagur og friðsæll að ég fylltist aftur trú á að það sé þess virði að búa hér á landi og fyrir mig enn frekar á þeim fagra stað sem ég bý á. Sólin skein á hvíta jörðina, örfáar blikur skýjatilveru mátti sjá á himni og hár hreyfði ei á höfði. Kvöldin þessa dagana eru ekki síðri með nýju tungli og Venus sem birtir upp himininn og veitir von. Skyldi Venus hafa áhrif beint á okkur og milda ástandið og greiða fyrir e-s konar lausnum eða sáttum á okkar tímum, næstu dögum? Venus sem tákn hins fagra, samhljóms og þá kannski friðar??? eða er 'hún' kannski bara að draga athygli okkar frá ljótleika hversdagsins og hvetja okkur til að horfa upp á við???


fyrir ykkur sem langar að lesa meira um Venus;
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2254

Að éta leifar sinnar tegundar!

Samfélagið okkar hefur breyst svo um munar og mér til mikillar undrunar er enn fólk (jafnvel í kringum mann!) sem talar 'frá hjartanu' um 'ástandið' og gefur til kynna að helv.... lýðurinn sé fávitar! Ef ástandið sannar fyrir okkur að samfélag okkar manna sé hreint bara eins og í dýraríkinu, þ.e. 'survival of the fittest-samfélag' þar sem þeir grimmu lifa af, þá má almættið sjálft eitt bjarga okkur!!! Í dýraríkinu hafa þau grimmu amk vit á að losa sig við líkama eða leifar hinna veiklyndu (þ.e. fjöldans!) með því t.d. að éta þær! Það fyndist okkur náttúrulega ákaflega rangt og ósiðlegt í heimi manna, er það ekki? Það virðist miklu nær að láta hina veiklyndu bara éta skít þeirra grimmu - það er ekkert að því!

Endurborin!

Fylgjan sprungin, fæðing afstaðin..... fyrstu dagar nýs lífs.....