Saturday 19 December 2009

Ég verð að ná sambandi.... verð að ná sambaaaaanddiiii -

Kæru vinir, ég óska ykkur öllum gleðilegrar jóla- og áramótahátíðar.... ég er farin í tæknifrí til að ná sambandi!

Ég bið engla alheimsins að vaka yfir og dansa í kringum okkur svo við eigum öll hamingjurík jól og gott ár framundan.

ÁSTArknús sem endist út árið :)

ps. tók þessa mynd af ferjunni milli Frakklands og Englands, sannkölluð Biblíubirta!

Thursday 17 December 2009

Hitti fyrir hormóna!

Á göngu minni í dag hitti ég fyrir 2 velklædda, unga pilta með nöfn sín skrifuð á barmmerki. Þeir tóku mig tali en ég gat bara með engu móti skilið drenginn sem talaði fyrstur! Hann talaði ensku, jú, en var ógurlega undarlegur til augnanna, eins og hann vildi dáleiða mig og einkar og sér í lagi undarlegur til máls - á endanum kom það svo.... 'Who has helped you the most in you life?' Hmmmmmm, fyrir utan hið augljósa svar sem þeir leituðu að þá hugsa ég það sé ég sjálf bara! En þeir komu reyndar með aðrar góðar spurningar þótt ég sé kannski alveg á því að svörin þeirra hefðu kætt mig...
Have you ever wondered; Why are there so many different churches/religions in the world? How come there is only one bible but so many different genres of Christianity?
Við erum ekki steypa, gæs.... við erum ekki steypt í sama mótið, við erum margbreytilegt mannfólkið sem lifum á mismunandi tímum, mismunandi fæði, á mismunandi stöðum með mismunandi fólki! Er í alvöru hægt að 'kerfisvæða' trú eitthvað frekar en það hvernig reka á gott samfélag? Maður spyr sig!

Komin með síma :)

... þetta er allt að koma, nú er ég komin með enskt númer +44 7909 412 472 (07909 412 472). Ég athugaði í leiðinni með alls kyns tækniaðferðir til að vera í sambandi við umheiminn í nánasta umhverfi mínu og ætla að sofa á því... mikið hvað tækniheimurinn hefur upp á að bjóða - bara ruglar mann alveg í ríminu!
Ég skellti mér sem sagt gangandi í bæinn áðan og skoðaði mannlífið og fékk mér kaffibolla á Nero. Mikið sem ég var fegin að sjá að Bretar eru ekki alveg eins hallærislegir og mér fannst þeir vera í gær einhvern veginn. Don't judge a book by the cover, right? Don't judge the people of a nation by the ferry-takers, segi ég nú bara! Færeyingar eru þá allir fyllibyttur og Bretar annað hvort feitir, ljótir eða hallærislegir! Guð, ég fæ nú bara sting í hjartað við að hugsa þetta eitt, hvað þá að skrifa þetta... en svo er líka sagt að maður sjái bara það í öðrum sem speglar okkur sjálf! Almáttugur; ætli ég sé feit, ljót, hallærisleg fyllibytta? Neiiiiiii, hættu nú alveg, Sibbý!!!
Nú ætla ég að fara að þvo þvotta, skipta um herbergi og koma mér fyrir... gera að mínu! Fátt er eins bljúgt fyrir sálartetrið og að þrífa hýbýli sín og 'sjæna' eftir góðan göngutúr, nema væri kannski eins og góður cup of tea svona til að fullkomna verkið!

Wednesday 16 December 2009

Copenhagen, Denmark to East Grinstead, West Sussex, UK - Google Maps

Bara svona fyrir áhugasama.... spurning um að taka saman nokkra 'praktíska' punkta síðar um kostnað og tímalengd, hmmmmmm

Copenhagen, Denmark to East Grinstead, West Sussex, UK - Google Maps

Komin 'heim'!

Ég er lent! Leitarstaður er fundinn og nú getur leitin hafist af fullri alvöru - eða kannski bara bræðslan, boðið og brjálæðislega ástríðan fyrir björtu lífinu.

Mikið sem var gott að koma heim. Tobias (http://www.tobiasart.org/) tók hlýlega á móti mér með uppábúnu, stóru og góðu herbergi og vinalegum andlitum (ekki þó í herberginu!). Ég kom við í Sainsbury's á strax við komuna, keypti inn lífræna stöffið mitt fyrir næstu daga og gat því bara borið góssið inn úr Nissaninum og lagt honum upp við húsvegg þar til á morgun - Takk fyrir, kæru verndarenglar, að þetta gekk svona vel :)

Það er ótrúlega margt sem kemur upp í hugann á ferðalögum og sér í lagi þegar maður er einn og bara getur ekki tjáð sig strax..... Sú var tíðin í dag þegar ég loksins keyrði á land í Dover eftir að hafa tekið ferju frá Calais. Ég hélt reyndar ég fengi hjartaáfall af stressi við að keyra svona öfugu megin á 'öfugum' bíl. Hraðbrautin uppeftir varð fyrir valinu, það væru þá amk allir að fara í sömu átt, svona til að byrja með! En svo snjóaði í þokkabót! Allur skali tilfinningastigans var reyndur í dag á þessari annars stuttu leið, allt frá örvæntingu og depurð einsamallar stúlku (konu, myndu einhverjir segja) sem hefur yfirgefið dásamlega fjölskyldu rétt fyrir jólahátíðirnar til að vera ein í þögninni, alveg yfir í brakandi hamingju og léttleika yfir að vera komin 'heim' í enska sveitasæluna þar sem göturnar eru þröngar og sveigðar, umvafðar gróðri beggja vegna í stað beinu og breiðu hraðbrautanna undanfarinna daga - Framtíðin blasir björt við :)

Tuesday 15 December 2009

Ekkert sex í borginni :)

Á fimmtu hæð við breiðstræti Brusselborgar sat ég í gær og hugsaði um lífið sem aldrei fyrr - ég var hvorki á brókinni né í palíettukjólnum, heldur lagklædd, með ullarteppi vafið um mig, með húfu og í fínu ullarskónum sem hún vinkona mín á Sólheimum prjónaði handa mér, Takk. Og þótt ég biði og biði eftir hestvagninum og Hr. Stórum, kom allt fyrir ekki og ég trítlaði ein um miðbæinn innan um alls kyns fólk frá alls kyns hornum þessa heims. Jólarómantíkin var alls ráðandi, ljósadýrð og skautasvell, markaðskofar og tónlistarfólk á hverju strái.
Brussel er svo merkileg borg og kannski bara Belgía almennt. Það er svo magnað að fylgjast með samskiptum fólks sem býr í Belgíu og fylgjast með tungumálinu breytast setninganna á milli. Þetta hlýtur að hafa áhrif á fólk, umburðarlyndi, víðsýni og viðleitnina við að skilja, mynduð þið ekki halda? Franska/flæmska... það bara kemur í ljós þegar fólk talar! Ætli þeir Belgarnir þekki ekki hvern annan úr bara eftir nefinu eða eyrunum kannski og viti alveg hvaða tónar koma út úr munni nágrannans?

Sunday 13 December 2009

Danaveldi yfirgefið!

Margrét mín önnur, takk kærlega fyrir mig 'skan - mikið sem ég er búin að hafa það gott hjá ykkur, sofa vel og sonnnnna :) Ég hlakka til að taka á móti þér í veldinu mikla ved siden af! Þú og þitt slekti eruð ávallt velkomin, bara þið komið með eins og eina hjónó, ik?
ÁSTUkveðjur þar til næst -
þín Sibbý

ps. mikið sem þú hefur verið dugleg drottning á æviárum mínum :)

Friday 11 December 2009

On the road again....

Nú eru bara 2 dagar í brottför - bæði spennandi og skemmtilegt en ég verð nú að viðurkenna að ég er pínuoggulítið rosamikið kvíðin fyrir því að fara. Það verða nefnilega engin börn til að knúsa snemma morguns eða strjúka yfir Pagten - nú, eða hnyttið og skemmtilegt par sem maður fær að rústa í spilum á kveldin, enginn systraslagur, engir gubbuskápar, engin hjónó! Er bara strax byrjuð að grenja! En ég kem til baka - og þau koma til mín (Baldur Freyr er nú þegar farinn að tilkynna það vinum sínum að hann sé að fara annað slagið til Englands, sko!) - ég hlakka til að bjóða þau, sem og fleirum, velkomin í mitt nýja líf um komandi framtíð.

Ég fer sem sagt á sunnudaginn, leggst til hvílu í eina nótt við Bremen og svo jafnvel 2 nætur í Brussel hjá vinkonu minni. Samkvæmt Google Maps á ferðin sjálf, þ.e. keyrslan ekki að taka meira en 13,5 klst - vel sloppið, ik? Nú er bara að keyra upp stemmninguna, skoða mig um, njóta þess að fylgjast með landslaginu, skiltunum, fólkinu, tungumálunum, myntinni og bara orkunni breytast á leiðinni og vita að á endanum kem ég á stað þar sem ég sjálf mun taka breytingum til bættari dömu.

Fyrsta heimili mitt verður nú bara heimavistin við skólann en svo langar mig að leigja mér eitthvað meira 'heima'. Ég er orðin svo gömul að ég nenni ekki þessu 'lækkað'ítónlistinni-égvaknaþegarþúpissar-hveráaðfaraútmeðruslið-veseni' með ókunnugum. Þetta vil ég bara ólm fá að vesenast í með ástmanni mínum komandi. Mig dreymir um svona gamalt 'cottage' eins og í myndinni, muniði, Holidays - já, og það væri þá bara alls ekki úr lagi að þessi enn óþekkti ástmaður fylgdi bara með samningnum. Jú, jú... takk, takk, því ekki það?

Að gefnu tilefni er heimilisfangið á nýja aðsetrinu mínu þar til annað kemur í ljós:
Tobias School of Art and Therapy
Coombe Hill Rd
East Grinstead
West Sussex
RH19 4LZ
UK

símanúmer læt ég gossa hér síðar og bara svo þið vitið það; þá er best að fljúga á Gatwick!

Friday 4 December 2009

Sólheimar - England - Danmörk - England - Frakkland - Indland - Spánn - Marokkó - California - Siglufjörður - Reykjavík - Danmörk - England

Þetta er nokkurn veginn ferðalagið sem ég er búin að vera á í hjarta og huga síðustu misseri. Lokaniðurstaða er spennandi og flöktar vel við magatilfinninguna. Ég ætla að fara aftur til Bretlands og klára námið í Art Therapy. Þótt mig hafi langað að taka eitt ár í að ferðast, slæpast og sjá hvað gerist, fann ég að það er ekki endilega það sem mig vantar í sálinni. Og satt best að segja á ég ekki fyrir spontant ævintýraári með óendanlegum flugferðum og lestarferðum - og langar ekki nógu mikið í það til að skuldsetja mig fyrir því! Ég á huga yfirfullan af hugmyndum og áhuga. Ég á hjarta yfirfullt af kærleik og ástríðu. En ég á ekki fullt rassgat af seðlum! Ekki enn -
Que sera, sera... og Indland verður vonandi áfram á sínum stað - draumurinn lifir!

Það er mikill skóli í sjálfu sér að sleppa - sleppa höndinni af öryggi þátíðarinnar, dýrmætu ástarsambandi, ódauðlegum foreldrum, fjölskyldu, vinum og félagsneti, fjárhagslegu öryggi, skemmtilegri vinnu og vinnufélögum sem lifa einnig sem fjölskylda manns, fallegu þaki yfir höfuðið og Lúllagreyinu bara svo eitthvað sé nefnt! En um leið og sleppir er ávinningurinn mikill því það er ekki samasem-merki á því að sleppa og glata! Geymdur er græddur eyrir og ég treysti að allt það sem ég hef 'fest' fjár mitt í sem reynslu, tíma og samveru er geymt en ekki gleymt - hvað þá glatað!

Mig vantar að klára - ljúka því sem ég er byrjuð á og hef dreymt um síðan ég var unglingur. Ég vonast til að geta þá staðið fastar á bak við hugmyndir mínar um sjálfbært líf í framtíðinni, framkvæmt, verið besta ég og látið það besta hverju sinni frá mér leiða í þessum heimi. Eða haldið áfram að gera það... og bjargað mannslífum!

Tuesday 1 December 2009

Gullmolar!

Ásta frænka var svo góð að strjúka aðeins áður en gengið var til náða í kvöld og það er einmitt á stundum sem þeim er mest verður um heimspekilegt og persónulegt spjall. Ég fékk t.d. að vita að af 'dauðum' (dönskuskot - leiðrétt strax af frænkunni; 'dánum') þá elskaði Baldur Freyr mest Ömmu Oddnýju af stelpunum, eða sko konunum og af strákunum eða kannski mönnunum frekar.... engan annan en Guð sjálfan!

Og þá bætti Ásta Lísa við með 'auðvitað'-svipnum... 'Því Guð gefur okkur jú Allt!'



Say no more!