Wednesday 3 February 2016

Monday 24 May 2010

Letting go

Monday - new day. New chapter - new beginning... Hang-ups to be revealed, explored and recycled....

Blek - kol - fjöður - bambuspenni - kínverskur pensill... dagurinn ber í skauti sér loforð um breytingar, umbreytingar, ný tækifæri -

Saturday 24 April 2010

Plís!!!

...let me go -

Sunday 28 March 2010

Æsland..

...hír æ komm :)

Breytingar, dauði, nýtt líf - endurnýjun!

Breytingar og sveigjanleikapraktík er eitthvað sem hefur verið ansi stór þáttur í mínu lífi undanfarna mánuði og jafnvel ár! Enn á ný er ég að breyta... pakkaði saman öllu mínu hafurtaski og setti í geymslu enda flyt ég í annað hús litlu frá því gamla þegar ég kem út á ný eftir frí. Ég er svo hamingjusöm í skólanum og í Englandi að mér finnst hálfgerð synd að vera að taka frí svona rétt nýbyrjuð!
Það eru miklar hræringar í mannspekiheimunum í Bretlandi (sem og líklega annars staðar) með annað hvort lokunum eða miklum breytingum á rekstri stofnana og skóla. Síðastliðinn laugardag var lokahátíð n.k. haldin við Emerson College í Forest Row. Skólanum, í þeirri mynd er ég og fjölmargir aðrir Íslendingar þekkja hann, hefur verið lokað og nú er að sjá hvað kemur upp úr öskunni. Um leið og fólk tengt skólanum (þ.á.m. ég sjálf) er vongott og bjartsýnt um framhaldið eru uppi miklar og stórar spurningar og áhyggjur um framhaldið. Stundum er nauðsynlegt fyrir gamlar, fúnar og þungar byrðar að leysast upp og endurnýjast til að nýtt og ferskt brum sjái ljósið. Það er hins vegar spurning um hver og hvernig er unnið úr byrðunum - við því er beðið svara!
Athöfnin á laugardaginn var falleg, einlæg og einföld - tár trega en jafnframt þakklætis láku niður marga kinnina en það var greinilegt og skýrt að Emerson College hefur snert marga strengi sem svo liggja um víða veröld. Fjölmargir er tóku til máls höfðu í hávegum orðin sem ég nota oft til að útskýra hvernig mér leið þegar ég kom á Emerson; 'It was like finally coming home'. Tíminn á Emerson var mér afar dýrmætur og hefur í raun markað mjög hvaða leið ég hef valið að feta þaðan (og jafnvel þangað!) - ég þakka fyrir mig og sendi hlýju og ást í garð skólans sem án efa hefur ræktað upp margan góðan heimsstrenginn!
Eins og svo oft áður er nú lagt að veði; Traust og jákvæðni, vilji til að skapa og rækta. Verði þinn vilji!

Monday 15 March 2010

Björk, Beta og Vivianne... á sama vegg!

Er ekki dásamlegt að sjá þær saman, þessar mögnuðu konur? Þarna er hún Björk okkar (smáborgarinn ég fylltist stolti yfir rótum mínum!) á NPG við hliðina á henni Betu. Hún er svo falleg, hún Björk sko (þótt Beta eigi sínar hliðar og svo er það Vivianne, náttúrulega)
Áfram Ísland!
Here they are together.... our beautiful Björk and 'your' beautiful Beta (that's what we call her in Icelandic) and of course.... Vivianne! Go Iceland!

... nema kannski -

... að dagurinn í dag var alveg frábær í skólanum. Fjarnemarnir (sem ég byrjaði að læra með) eru hérna núna þannig að það er heldur betur líf í kotinu :) Þau voru með kynningar í dag fyrir okkur fulltíðanemendurna sem við gáfum þeim svörun og viðbrögð við. Dagurinn endaði með 'alvöru' case study sem varð til þess að ég uppgötvaði raunveruleika þess er ég er að nema... Ég er að læra fag sem er algjörlega í samræmi við það sem ég trúi á og hvernig ég vil skoða heiminn og nálgast hann - þarna vorum við að vinna með alvöru verkfæri sem virkuðu og virka! Ég hlakka svo til að vakna í fyrramálið og halda áfram :)
ps. svo var líka óvænt kökuboð í kaffinu með blómum og tilheyrandi í tilefni af afmælinu mínu :)